Harry neitar að biðjast afsökunar

Harry Bretaprins.
Harry Bretaprins. AP

Harry prins, sonur Karls Bretaprins, sem lenti í slagsmálum við ljósmyndara fyrir utan næturklúbb í London í vikunni, segist ekki ætla að biðjast afsökunar á hátterni sínu, að sögn talsmanns konungshallarinnar. Prinsinn sprengdi vör á ljósmyndaranum er hann ýtti myndavélinni frá sér í ryskingunum.

Talsmaður konungshallarinnar segir að Harry sé leiður yfir þessu, en hafi ekki í hyggju að biðjast afsökunar opinberlega og vonast til að þetta komi ekki fyrir aftur.

Harry prins er tvítugur og var að yfirgefa Pangaea-næturklúbbinn í West End-hluta Lundúna þegar ljósmyndarar gómuðu hann á útleið og reyndu að festa á filmu. Fullyrða talsmenn konungsfjölskyldunnar að Harry hafi verið að verja sig þegar hann ýtti myndavélinni í andlit ljósmyndara.

Á ljósmyndarinn að hafa tilkynnt tilvikið til lögreglu en ekki hefur verið lögð fram formleg ákæra á hendur Harry, sem stundar nú nám í hinum stranga Sandhurst-herskóla.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú stendur allt og fellur með því að þú sért þolinmóður og berir þig með reisn. Reyndu að vinna í góðum skorpum og hvíla þig inn á milli - þannig kemurðu meiru í verk.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú stendur allt og fellur með því að þú sért þolinmóður og berir þig með reisn. Reyndu að vinna í góðum skorpum og hvíla þig inn á milli - þannig kemurðu meiru í verk.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir