Pink Floyd boðið stórfé fyrir tónleikaferð

David Gilmore og Roger Waters á sviðinu í Hyde Park …
David Gilmore og Roger Waters á sviðinu í Hyde Park á Live 8 tónleikunum á laugardag. AP

Hljómsveitinni sögufrægu, Pink Floyd, hafa verið boðnar 100 milljónir punda, jafnvirði um 11,6 milljarða króna, fyrir að fara í tónleikaferð um Bandaríkin. Hljómsveitin, sem kom fram á Live 8 tónleikunum sl. laugardag í fyrsta skipti í aldarfjórðung, hefur hafnað boðinu, að því er breska blaðið The Sun skýrir frá í dag.

Blaðið hefur eftir David Gilmore, gítarleikara Pink Floyd, að aðeins hafi staðið til að koma fram í þetta eina skipti. Hann segist einnig telja að ef plötusala tiltekinna sveita og tónlistarmanna aukist vegna athyglinnar sem Live 8 tónleikarnir vöktu á þeim, eigi viðkomandi að gefa umframhagnaðinn til góðgerðarmála.

„Ég mun ekki hagnast af tónleikunum. Ef leiðtogar átta helstu iðnríkjanna merkja í rétta reiti í Gleneagles í vikunni er tilganginum náð," hefur blaðið eftir Gilmore.

Hljómplötuverslanakeðjan HMV segir að sala á plötum Pink Floyd hafi aukist um 1343% eftir tónleikana á laugardag. Sala á plötum The Who hefur aukist um 863%, sala á plötum Annie Lennox jókst um 500% og á plötum Dido um 412%.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér finnst kannski að einhver í vinnunni sé að segja þér ósatt og líklega er það rétt mat hjá þér. Mundu að þú ert sjálfur gæddur þeim hæfileikum sem duga þér til árangurs.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér finnst kannski að einhver í vinnunni sé að segja þér ósatt og líklega er það rétt mat hjá þér. Mundu að þú ert sjálfur gæddur þeim hæfileikum sem duga þér til árangurs.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav