Segist vera Marilyn Monroe endurfædd

Kápa bókar Finkelsteins.
Kápa bókar Finkelsteins.

Skoskættuð kanadísk söngkona heldur því fram, að hún sé kvikmyndastjarnan Marilyn Monroe endurfædd. Bandarískur sálfræðingur, sem stundað hefur söngkonuna, er þessu sammála og hefur nú skrifað heila bók um málið þar sem hann rekur ýmsar sannanir fyrir fullyrðingunum.

Sherrie Lea Laird, sem er 43 ára, bendir m.a. á að hún hafi fæðst 9 mánuðum eftir að Monroe lést, að því er talið er vegna ofneyslu svefnlyfja. Adrian Finkelstein, sálfræðingur, segist hafa stundað Laird undanfarin sjö ár og dáleitt hana ítrekað og sé sannfærður um að saga hennar sé sönn.

„Í vísindum, og ég er vísindamaður, trúum við því sem hægt er að sanna vísindalega. Ég hef staðfest með rannsóknum, að Sherrie er Marilyn Monroe endurfædd. Ég hef starfað í þessari fræðigrein í 30 ár en aldrei séð neitt þessu líkt. Maður hefur ekki Marilyn Monroe á bekknum hjá sér á hverjum degi," segir Finkelstein.

Hann fullyrðir einnig, að Kezia, dóttir Lairds, sé Gladys Baker, móðir Marilynar, endurfædd en Kezia fæddist 9 mánuðum eftir að Gladys lést árið 1984.

Bók Finkelsteins, sem heitir Marilyn Monroe Returns: The Healing of the Soul, hefur vakið talsverða athygli. Þar segir Finkelstein hann hafi sannfærst um að saga Lairds sé rétt þegar hann var viðstaddur fund söngkonunnar og leikarans Teds Jordans en þau Jordan og Marilyn áttu saman ástarævintýri á fimmta áratug síðustu aldar. Lairds hafi þar lýst í smáatriðum ástarfundi þeirra Jordans og Marilyns þegar varalitur leikkonunnar var í rúminu og þau lituðust bæði rauð. Segir Finkelstein, að Jordan hafi brugðið mjög þegar Laird sagði honum frá þessu, því enginn hafi átt að vita þetta nema þau Marilyn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta við vin gæti fengið þig til að breyta markmiðum þínum eða framtíðaráformum lítilsháttar. Komdu hugmyndum þínum á framfæri.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta við vin gæti fengið þig til að breyta markmiðum þínum eða framtíðaráformum lítilsháttar. Komdu hugmyndum þínum á framfæri.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka