Federline krefst forræðis yfir sonum sínum og Spears

Britney Spears og Kevin Federline.
Britney Spears og Kevin Federline. STEVE MARCUS

Kevin Federline hefur brugðist við skilnaðarkröfu eiginkonu sinnar Britney Spears með því að fara fram á forræði yfir sonum þeirra tveimur Sean Preston, eins árs, og Jayden James, tveggja mánaða, en Spears fer einnig fram á forræði þeirra í skilnaðarkröfu sinni.

„Kevin er tilbúin til að ganga alla leið til að gera það sem hann telur sig þurfa að gera til að vernda og verja börnin og hann mun ekki láta hræða sig eða letja sig frá því að gera það,” segir í yfirlýsingu sem lögfræðingur hans, Mark Kaplan, hefur sent frá sér. Þá segir að krafa hans sé sett fram sem svar við kröfu Spears og að svo virðist sem hún hafi krafist forræðis yfir börnunum í flýti þar sem hún hafi séð fyrir að Federline myndi gera það.

Í kröfu hans er þeim staðhæfingum Spears einnig mótmælt að ekki þurfi að skipta neinum sameiginlegum eignum í málinu. Federline tekur hins vegar undir kröfu Spears um að hann þurfi ekki að greiða henni framfærslueyri.

Talið er að hjónin hafi undirritað kaupmála áður en þau gengu í hjónaband árið 2004.

Federline kom fram á tónleikum í Chicago í gærkvöldi og sagði þá m.a: „Hei, ég sé margar flottar dömur hér inni. Þið vitið að ég er frjáls maður, er það ekki stelpur? Viljið þið dansa við dólg? Þarna sé ég flottan kvenmannsrass.”

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru ótrúlega mörg smáatriði, sem þú þarft að afgreiða til þess að koma áhugamáli þínu í höfn. Reyndu að halda í vonina og bjartsýnina.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru ótrúlega mörg smáatriði, sem þú þarft að afgreiða til þess að koma áhugamáli þínu í höfn. Reyndu að halda í vonina og bjartsýnina.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg