Söngvari bandarísku rokkhljómsveitarinnar Boston látinn

Brad Delp sést hér leika á gítar á tónleikum árið …
Brad Delp sést hér leika á gítar á tónleikum árið 2004. AP

Söngvari bandarísku rokkhljómsveitarinnar Boston er látinn, en lík söngvarans fannst á heimili hans í gær. Brad Delp, sem var 55 ára þegar hann lést, átti marga smelli á áttunda áratugnum með hljómsveit sinni, m.a. „More Than a Feeling“ og „Long Time“.

Lögreglan í New Hampshire í Bandaríkjunum hefur staðfest að hafa fundið lík Delp eftir að hafa verið fengið tilkynningu í gær.

Ekki liggur fyrir að svo stöddu hvað dró Delp til dauða, en lögreglan segir ekkert benda til þess að einhver hafi banað honum.

Búið er að loka vefsíðu hljómsveitarinnar og þar stendur nú aðeins: „Við höfum nú misst vingjarnlegasta gaurinn í rokkinu.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú stendur allt og fellur með því að þú sért þolinmóður og berir þig með reisn. Reyndu að vinna í góðum skorpum og hvíla þig inn á milli - þannig kemurðu meiru í verk.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú stendur allt og fellur með því að þú sért þolinmóður og berir þig með reisn. Reyndu að vinna í góðum skorpum og hvíla þig inn á milli - þannig kemurðu meiru í verk.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir