Margt um manninn á söngkeppni SAMFÉS

Karen Björg Þorsteinsdóttir söng lagið Oh happy day og þær …
Karen Björg Þorsteinsdóttir söng lagið Oh happy day og þær Harpa Rún Ingólfsdóttir og Sunna Björnsdóttir sungu bakraddir með henni. Stúlkurnar eru frá félagsmiðstöðinni Gryfjunni á Grenivík. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Það var mikið fjör í íþróttahöllinni á Húsavík í gærkvöldi þegar á sjötta hundrað unglinga af norðurlandi komu saman á söngkeppni SAMFÉS. Alls tóku þátt í keppninni sautján félagsmiðstöðvar á Norðurlandi en um undankeppni er að ræða og komust fimm hljómsveitir áfram í aðalkeppnina sem fer fram í Reykjavík í mars.
 
Það er greinilega fjöldinn allur af hæfileikaríkum ungmennum á norðurlandi og ljóst að dómnefnd var vandi á höndum þegar kom að úrslitunum.

Þær félagsmiðstöðvar sem komust áfram voru Pleizið á Dalvík, Himnaríki á Akureyri, Hyldýpið í Eyjafjarðarsveit, Beisið á Kópaskeri sem þótti hafa athyglisverðustu framkomuna og Gryfjan á Grenivík sem var með bestu framkomuna.
 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fyrr eða síðar munu öll kurl koma til grafar og því engin ástæða til þess að vera að herða á hlutunum. Leggðu þitt af mörkum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fyrr eða síðar munu öll kurl koma til grafar og því engin ástæða til þess að vera að herða á hlutunum. Leggðu þitt af mörkum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg