Hægt að horfa á nýjar kvikmyndir á mbl.is

Meðal þeirra mynda sem hægt er að horfa á er …
Meðal þeirra mynda sem hægt er að horfa á er teiknimyndin Horton, sem notið hefur mikilla vinsælda að undanförnu.

Árvakur hf. hefur gert samning við bandaríska fyrirtækið Netflix um dreifingu kvikmynda á netinu á Íslandi. Geta notendur mbl.is sótt Hollywood-myndir á netið, þar á meðal myndir, sem nýlega hafa verið frumsýndar í kvikmyndahúsum í Bandaríkjunum. Einnig verða einhverjar myndir frumsýndar. Er um að ræða fyrsta samning sem Netflix gerir við annað fyrirtæki um þessa þjónustu.

Hægt verður að horfa á kvikmyndirnar án endurgjalds í dag í kynningarskyni en gjaldskrá verður birt á morgun. Ekki verður hægt að geyma myndirnar á hörðum diski tölvu eða brenna þær á geisladisk.

Meðal þeirra kvikmynda, sem hægt verður að horfa á með þessum hætti, eru teiknimyndin Horton, spennumyndin Vantage Point og tónlistarmyndin Shine a Light, sem Martin Scorsese gerði um hljómsveitina Rolling Stones.

Ingvar Hjálmarsson, netstjóri mbl.is, segist ánægður með samninginn við Netflix, sem sé Árvakri afar hagstæður. Bandaríska fyrirtækið hafi talið Ísland heppilegan markað til að gera tilraunir með þessa þjónustu og haft frumkvæði að samningsgerðinni.

Aðspurður hvort fyrirtækin, sem reki kvikmyndahús hér á landi, muni ekki bregðast hart við þessari samkeppni, sagðist Ingvar ekki eiga von á því. Verulegur munur væri að horfa á myndirnar á netinu, þar sem þær eru m.a. ótextaðar, og að sjá þær í stórum sýningarsölum búnum fullkomnu hljóðkerfi.

Bíóvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gamall vinur gefur þér góð ráð í dag. Dragðu djúpt andann og veltu því fyrir þér, hvaða breytingar þú vilt gera.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gamall vinur gefur þér góð ráð í dag. Dragðu djúpt andann og veltu því fyrir þér, hvaða breytingar þú vilt gera.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir