Alfreð: „Pólverjar gætu brotnað saman“

Alfreð Gíslason þjálfari íslenska landsliðsins í handknattleik er ekki í vafa um að Ísland leggi Pólverja að velli í leik liðanna á heimsmeistaramótsins í Þýskalandi í dag.

Alfreð sagði í viðtali við Fréttavef Morgunblaðsins í gær, eftir 36:30-sigur liðsins gegn Túnis, að pólska liðið myndi brotna saman ef jafnt verður á komið með liðunum um miðjan síðari hálfleik í leiknum í dag.

Þjálfarinn þekkir vel til margra leikmanna Póllands sem léku undir hans stjórn hjá Magdeburg en hann segir að varnarleikur Íslands og markvarsla verði lykilatriði gegn Pólverjum.

Ísland er í efsta sæti 1. -milliriðils keppninnar og með sigri í dag gegn Pólverjum tryggir Ísland sér sæti í 8-liða úrslitum keppninnar.

Leikurinn gegn Pólverjum hefst kl. 17:30 í dag að íslenskum tíma en á morgun leikur Ísland gegn Slóvenum og á sunnudaginn gegn Þjóðverjum.

Staða og úrslit á HM í Þýskalandi.

HM vefur mbl.is.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert