Egyptar samþykkja tillögu Abbas

Götumynd frá Jerúslem þar sem Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, og …
Götumynd frá Jerúslem þar sem Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, og Mahmoud Abbas, leiðtogi Palestínumanna, hittust í dag. AP

Riyad al-Maliki, utanríkisráðherra heimstjórnar Palestínumanna segir að yfirvöld í Egyptalandi hafi samþykkt að yfirvöld á palestínsku sjálfstjórnarsvæðunum taki við stjórn Rafah landamærastöðvarinnar á landamærum Egyptalands og Gasasvæðisins að því tilskyldu að Hamas-samtökin komi þar ekki nærri. Þetta kemur fram á fréttavef Ha’aretz.

Maliki segir að þetta hafi komið fram á fundi Aboul Gheit, utanríkisráðherra Egyptalands með Salam Fayyad, forsætisráðherra heimastjórnarinnar í morgun. Þá segir hann að Gheit hafi fordæmt valdarán Hamas-samtakanna á Gasasvæðinu í júní og kallað það valdarán gegn lögmætum yfirvöldum.

Fundi Ehud Olmerts, forsætisráðherra Ísraels, og Mahmoud Abbas, leiðtoga Palestínumanna lauk í Jerúsalem fyrir stundu en ekki hefur enn verið greint frá niðurstöðum viðræðnanna. Ísraelskir embættismenn segja þó að Olmert sé mótfallinn því að Palestínumenn tali alfarið  við stjórn landamærastöðvarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert