Skókastarinn hlaut þrjú ár

Íraski blaðamaðurinn sem í fyrra kastaði skóm að George W. Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, var í morgun dæmdur í þriggja ára fangelsi í Bagdad.

Blaðamaðurinn, Muntazer Zaidi, hafði lýst sig saklausan af því að hafa ráðist á erlendan þjóðhöfðingja. Þegar dómari spurði blaðamanninn hvort hann væri saklaus sagði hann viðbrögð sín hafa verið eðlileg. Hann hefði bara gert það sem allir Írakar ættu að hafa gert. Zaidi varð hetja um allan arabaheiminn eftir skókastið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert