Klaus hvikar hvergi

Vaclav Klaus, forseti Tékklands
Vaclav Klaus, forseti Tékklands Reuters

Vaclav Klaus, forseti Tékkland, segist ekki munu falla frá skilyrðum þeim sem hann hefur sett við Lissabonsáttmála Evrópusambandsins þrátt fyrir aukinn þrýsting frá leiðtogum sambandsins um að hann skrifi undir.

„Ég útskýrði að ég óttist, og ég er ekki sá eini sem óttast, um aukinn samruna Evrópusambandsins,“ sagði forsetinn eftir viðræður við Dimítrí Medvedev, Rússlandsforseta í dag. „Fyrir mér er þetta lykilatriði. Að mínu áliti eru fyrirvararnir sem ég setti fyrir undirritun svo alvarlegir að hugmyndin um að ég geti gleymt því sem ég sagði ekki vel ígrunduð,“ sagði Klaus.

Yfirlýsing forsetans kemur degi eftir að Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði tékkneska forsetanum sem nú er síðasta hindrunin í vegi Lissabonsáttmálans, að hætta að tefja málið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert