Mikil snjókoma í Bandaríkjunum

Margir hafa tekið snjókomunni fagnandi. Mynd úr safni.
Margir hafa tekið snjókomunni fagnandi. Mynd úr safni. Reuters

Vetrarfærð er á norðausturhluta Bandaríkjanna en þar hefur geisað óveður. Mjög hefur snjóað og víða mælist 60 cm þykkt snjólag. Búist er við því að gömul met falli í Baltimore og Washington, en þar hefur kyngt snjó.

Metið í Washington er frá árinu 1932 þegar 30 cm snjólag lagðist yfir borgina.

Einnig hefur snjóað mikið í Virginíu og er ríkisstjórinn Tim Kaine búinn að lýsa þar yfir neyðarástandi. Þá er búist við mikilli snjókomu í New York.

Búið er að gefa út viðvaranir allt frá Norður-Karólínu og Tennessee til New Jersey og Connecticut. Óveður hefur geisað í fjölmörgum stórborgum á borð við Washington, Baltimore og New York, að sögn bandarísku veðurstofunnar.

Víða er ekkert ferðaveður.

Vegna veðurs flýtti Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sér aftur til Washington frá Kaupmannahöfn í gærkvöldi, en hann lenti á Andrews herflugvellinum skömmu eftir kl. 1 í nótt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert