Allt að 300 þúsund létust á Haítí

Búðir fyrir þá sem misstu heimili sín í jarðskjálftanum.
Búðir fyrir þá sem misstu heimili sín í jarðskjálftanum. Reuters

Sameinuðu þjóðirnar sögðu í kvöld, að á milli 250 þúsund og 300 þúsund manns hafi látið lífið af völdum jarðskjálftans, sem reið yfir Haítí 12. janúar. Edmond Mulet, yfirmaður sendinefndar SÞ á Haítí, sagði einnig að um 300 þúsund hefðu slasast og yfir 1 milljón manna hefði misst heimili sín.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert