Eldfjall vaknar af 400 ára svefni

Eldfjall á Súmötru í Indónesíu, hóf að spýta hrauni og vikri upp í loftið í morgun. Er þetta í fyrsta skipti í 400 ár sem fjallið gýs. Nokkur gosvirkni hafði   mælst í fjallinu síðustu daga.

Gosmökkurinn var ekki hár eða um 1,5 km og lítið hraun hefur runnið úr gígnum. Ekki er vitað til þess að neinar skemmdir hafi orðið á mannvirkjum.  Tveir létu lífið þegar þegar þeir flúðu undan gosinu, annar af völdum öndunarerfiðleika en hinn af völdum hjartaáfalls. Þá urðu nokkur umferðaróhöpp.

Fjallið Sinabung gaus síðast árið 1600 og sérfræðingar hafa því litlar upplýsingar um það hvernig gos úr því þróast. Byrjað var að flytja fólk í nágrenninu á brott á föstudag þegar jarðskjálftamælar gáfu til kynna að gos gæti verið að hefjast. 

Allt að 10 þúsund manns fóru til nálægra bæja og hafast þar við í kirkjum og opinberum byggingum. Stjórnvöld hafa dreift öndunargrímum til fólks og komið upp eldunaraðstöðu.

Mörg virk eldfjöll eru á Indónesíu, sem er stærsti eyjaklasi heims.  

Gosmökkurinn var ekki hár.
Gosmökkurinn var ekki hár. Reuters
Gosmökkurinn náði í um 1,5 km hæð.
Gosmökkurinn náði í um 1,5 km hæð. Reutes
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert