Forsætisráðherraskipti í Kanada

Jean Chrétien sat sinn síðasta ríkisstjórnarfund í gær. Hér sést …
Jean Chrétien sat sinn síðasta ríkisstjórnarfund í gær. Hér sést hann veifa til blaðamanna eftir fundinn. AP

Paul Martin, fyrrum fjármálaráðherra Kanada, sór í dag embættiseið sem 21. forsætisráðherra landsins. Hann tekur við af Jean Chrétien sem verið hefur forsætisráðherra í áratug en Chrétien afhenti Adrienne Clarkson, landstjóra, lausnarbeiðni sína fyrr í dag. Skömmu síðar kom Martin í lögreglufylgd til landstjórabústaðarins og sór embættiseið. Martin mun síðar í dag halda blaðamannafund þar sem hann skýrir frá skipun í ráðherraembætti en búist er við að Martin boði til nýrra kosninga í Kanada snemma á næsta ári. Martin tók nýlega við af Chrétien sem leiðtogi Frjálslynda flokksins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert