Stefna Sádi-Arabíu fyrir hryðjuverkatjón í New York

Fólk flýr fallandi skýjakljúf í New York 11. september 2001.
Fólk flýr fallandi skýjakljúf í New York 11. september 2001. ap

Hafnarstjórnin í New York - eigandi lands og mannvirkja sem eyðilögðust í hryðjuverkaárásinni á borgina fyrir þremur árum - hefur stefnt sádi-arabískum stjórnvöldum og krafið þau um skaðabætur vegna tjóns sem stofnunin varð fyrir 11. september 2001.

Í árásinni á tvíburaturnana fórust 84 starfsmenn hafnarstjórnarinnar. Ekki var útskýrt hvers vegna hún álítur Sáda ábyrga fyrir tilræðinu en segist vilja „viðhalda lagalegum möguleikum“ sínum með stefnunni.

Samkvæmt sérstakri tilskipun um skaðabótakröfur vegna hryðjuverkanna á Bandaríkin fyrir þremur árum rennur frestur út í dag til að höfða hvers konar skaðabótamál vegna þeirra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert