Spænska stjórnin samþykkir frumvarp um hjónabönd samkynhneigðra

Frá skrúðgöngu samkynhneigðra í Þýskalandi.
Frá skrúðgöngu samkynhneigðra í Þýskalandi. AP

Spænska ríkisstjórnin samþykkti í dag lagafrumvarp sem felur í sér lögleiðingu hjónabanda samkynhneigðra, verði það samþykkt af þinginu. Verði frumvarpið samþykkt verður Spánn þriðja Evrópuríkið sem lögleiðir slík hjónabönd, að sögn Mariu Teresu Fernandez de la Vega, talskonu stjórnarinnar.

Umbæturnar gera samkynhneigðum pörum einnig kleift að ættleiða börn. Hjónabönd samkynhneigðra eru einnig leyfð í Belgíu og í Hollandi. Í Belgíu geta samkynhneigðir hins vegar ekki ættleitt börn.

De la Vega sagði daginn í dag „mikilvægan“ og að með þessari ákvörðun stjórnarinnar væri Spánn kominn í „fremstu röð í Evrópu og í heiminum í baráttu“ sem miðaði að því að koma í misrétti gagnvart samkynhneigðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert