Öflug sprengja sprakk í Gazaborg

Moussa Arafat, yfirmaður öryggissveita Palestínumanna, slapp ómeiddur frá sprengingunni.
Moussa Arafat, yfirmaður öryggissveita Palestínumanna, slapp ómeiddur frá sprengingunni. AP

Öflug bílasprengja sprakk í Gazaborg, utan við höfuðstöðvar öryggisveita Palestínu í kvöld, að því er fram kemur í frétt AP. Vitni segja að sprengjan hafi sprungið um leið og Moussa Arafat, hershöfðingi og yfirmaður öryggismála á heimastjórnarsvæðum Palestínumanna, yfirgaf bygginguna. Ekki er talið að Moussa Arafat hafi særst eða manntjón orðið í sprengingunni.

Moussa Arafat er ættingi Yasser Arafats, leiðtoga Palestínumanna. Ísraelsk stjórnvöld segjast ekki bera ábyrgð á sprengingunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert