Hvít-Rússar samþykkja að lengja kjörtímabil forseta

Alexander Lukatsjenko greiðir atkvæði í Minsk í dag.
Alexander Lukatsjenko greiðir atkvæði í Minsk í dag. AP

Kjósendur í Hvíta-Rússlandi virðast hafa samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu í dag, að breyta stjórarskránni þannig að forsetar geti setið lengur í embætti en í tvö kjörtímabil. Gangi þetta eftir getur Alexander Lukatsjenko, forseti, boðið sig fram í þriðja sinn árið 2006.

Stjórnarandstæðingar segja, að niðurstöðum atkvæðagreiðslunnar í dag hafi verið hagrætt svo Lukatsjenko geti setið áfram í embætti. Hann hefur verið leiðtogi Hvíta-Rússlands frá árinu 1994 þegar landið fékk sjálfstæði frá Sovétríkjunum og er oft nefndur síðasti einræðisherra Evrópu.

Lidiya Ermoshina, formaður kjörstjórnar Hvíta-Rússlands, tilkynnti í kvöld, fjórum klukkustundum eftir að kjörstöðum var lokað, að tölur úr öllum kjördæmum landsins sýndu að tillagan um stjórnarskrárbreytinguna hafi verið samþykkt. Hún gaf ekki upp heildartölur og búið er að telja mismikið í kjördæmunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert