Segja aðstoðarmann al-Zarqawis hafa fallið í loftárás

Bandaríkjaher segist hafa fellt aðstoðarmann jórdanska hryðjuverkamannsins Abu Mussab al-Zarqawis í loftárs á byggingu í borginni Falluja í morgun. Samtök al-Zarqawis hafa lýst ábyrgð á fjölda árása í Írak að undanförnu.

Bandaríkjaher segist hafa gert loftárás á hús í Falluja í morgun og margir heimildarmenn hafi staðfest að þekktur samstarfsmaður al-Zarqawis hafi verið í húsinu þegar árásin var gerð.

Heimildarmenn AFP fréttastofunnar á sjúkrahúsum segja hins vegar að enginn hafi verið fluttur þangað og sjónarvottar segja að sprengjum hafi verið varpað á fimm auð hús í borginni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert