Japani tekinn í gíslingu í Írak

Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans, sagði í kvöld að japanskir hermenn yrðu ekki kallaðir heim frá Írak þrátt fyrir herská íslömsk samtök virðist hafi tekið Japana í gíslingu og krefjist þess að japanskir hermenn fari á brott ella verði gíslinn tekinn af lífi.

„Sjálfsvarnarsveitirnar munu ekki draga sig til baka," hafði talsmaður eftir Koizumi.

Myndband var birt á íslamskri vefsíðu í kvöld og á því sást maður, sem sagður var vera Japani í haldi samtaka jórdanska hryðjuverkamannsins Abu Musab al-Zarqawis. Var því hótað að gíslinn yrði líflátinn innan tveggja sólarhringa ef japanskar hersveitir færu ekki frá Japan.

Búast má við að gíslatakan valdi uppnámi í Japan og verði nýr prófsteinn á staðfestu stjórnvalda sem sendu 500 hermenn til suðurhluta Íraks til að styðja við uppbygginguna í landinu. Japanskur almenningur var mjög mótfallinn því að hermenn væru sendir til Íraks og sýna skoðanakannanir að Japanar vilja ekki að hermennirnir verði þar lengur en út þetta ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert