Segir raunhæft að fella niður um helming skulda Íraka

Frá fátækrahverfinu Sadr-borg í Bagdad, höfuðborg Íraks.
Frá fátækrahverfinu Sadr-borg í Bagdad, höfuðborg Íraks. AP

Lækkun skulda Íraka um helming er raunhæft markmið, að því er Michel Barnier, utanríkisráðherra Frakka sagði í París í dag. Bandaríkjamenn vilja hins vegar að 95% skulda Íraka verði felldar niður. „Írakar eiga auðlindir,“ sagði Barnier á blaðamannafundi í París í dag, sem hann sat ásamt Nobutaka Machimura, utanríkisráðherra Japana. „Þjóðin mun reiða sig á eigin auðlindir við uppbyggingu. Þess vegna teljum við að 50% niðurfelling sé sanngjörn og gagnist vel.“

Frakkar, Japanar og 17 aðrar þjóðir frá iðnríkjunum, betur þekktar sem Parísarklúbburinn (Club of Paris) ræða nú um niðurfellingu skulda Íraka í París.

Skuldir þjóðarinnar nema alls 120 milljörðum dollara.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert