Hvatt til aukins eftirlits með ísraelskum hermönnum

Ísraelski ráðherrann Michael Eitan hvatti í dag til þess að eftirlit verði hert við vegatálma Ístraelshers á herteknu svæðunum til að reyna að draga úr mannréttindabrotum ísraelskra hermanna gegn palestínskum borgurum. Þetta kemur fram á fréttavef Ha´aretz.

Töluvert hefur verið um það að ísraelskir hermenn hafi orðið uppvísir að mannréttindabrotum í við slíka vegatálma að undanförnu og hafa ísraelsk mannréttindasamtök lýst yfir miklum áhyggjum af því og jafnvel líkt sumum þessara atvika við það sem átti sér stað í útrýmingarbúðum nasista.

Þá sagði háttsettur yfirmaður í Ísraelsher í dag að vandinn liggi í því að langvarandi hernaður hafi sljóvgað dómgreind Ísraela en það komi hvað skýrast fram í því að um 20% nýliða í ísraelska hernum séu þeirrar skoðunar að líf Palestínumanna séu ekki jafn mikilvæg og líf gyðinga. Þetta leiði síðan til þess að því leyfi þeir sér að svívirða Palestínumenn og jafnvel drepa þá að ástæðulausu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert