Segja Norður-Kóreumenn ekki tilbúna til viðræðna

Fulltrúar Bandaríkjanna, Japans, Kína, Rússlands og Kóreuríkjanna beggja við fundar …
Fulltrúar Bandaríkjanna, Japans, Kína, Rússlands og Kóreuríkjanna beggja við fundar í síðustu viðræðulotu um kjarnorkuáætlun N-Kóreu. ap

Bandarísk yfirvöld telja yfirvöld í Norður-Kóreu alls ekki reiðubúin til að hefja viðræður um kjarnorkuáætlun sína að nýju þrátt fyrir fullyrðingar Norður- og Suður-Kóreumanna um að svo sé.

Adam Ereli, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins, segir Norður-Kóreumenn ekki einu sinni tilbúna til óformlegra viðræðna þrátt fyrir opinberar yfirlýsingar ráðamanna þar um að þeir vilji hefja samningaviðræður að nýju eftir sex mánaða hlé.

Þá áréttaði hann að bandarísk yfirvöld hefðu fullan hug á að hefja viðræður við fulltrúa Japans, Kína, Norður-Kóreu, Rússlands og Suður-Kóreu um kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu að nýju en bæði Norður- og Suður-Kóreumenn og Kínverjar hafa sakað Bandaríkjamenn um stífni í málinu.

Gervihnattarmynd af Yongbyon kjarnorkuverinu í Norður-Kóreu.
Gervihnattarmynd af Yongbyon kjarnorkuverinu í Norður-Kóreu. ap
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert