Síðasta orð páfa var „amen"

Þúsundir bænakerta hafa verið skilin eftir í kaþólska háskólanum í …
Þúsundir bænakerta hafa verið skilin eftir í kaþólska háskólanum í Santo Tomas í Manila á Filippseyjum. AP

Þeim sem voru við dánarbeð Jóhannesar Páls páfa II á laugardag ber saman um að síðasta orðið sem hann mælti hafi verið „amen" sem þýðir „svo skal verða" og er yfirleitt notað í lok bæna í kristinni trú. Ítalska blaðið „La Repubblica" greinir frá þessu í dag og ber pólskan prest sem vakti yfir páfa fyrir frétt sinni. Þá sagðist David O'Connell, skólastjóri The Catholic University of America, hafa heyrt það sama annars staðar frá, í sjónvarpsviðtali á CNN sjónvarpsstöðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert