Skrifstofur Jyllands-Posten rýmdar vegna sprengjuhótunar

Skilti í matvöruverslun í Jórdaníu. Á því stendur „Engar danskar …
Skilti í matvöruverslun í Jórdaníu. Á því stendur „Engar danskar vörur“. Reuters

Sprengju­hót­un barst danska dag­blaðinu Jyl­l­ands-Posten í dag og voru skrif­stof­ur blaðsins rýmdasr. Mikl­ar deil­ur hafa verið und­an­farið vegna birt­inga blaðsins í fyrra á teikn­ing­um af spá­mann­in­um Múhameð sem m.a. hafa leitt til þess að dansk­ar vör­ur eru nú sniðgengn­ar í Sádí-Ar­ab­íu. Skrif­stof­ur blaðsins í Árós­um og Kaup­manna­höfn voru rýmd­ar nú fyr­ir skömmu, skv. heim­ild­ar­manni AFP frétta­stof­unn­ar í Kaup­manna­höfn sem fylg­ist með fram­vindu mála.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert