Múlla Krekar segir stríð við múslima hafið

Múlla Krekar.
Múlla Krekar. mbl.is

Múlla Krekar, skæruliðaforingi sem Norðmenn hafa reynt að reka úr landi í fjögur ár, sagði í viðtali við sjónvarpsstöðina TV2 í dag að birting teikninganna af Múhameð spámanni væri stríðsyfirlýsing gegn múslimum og menningu þeirra. „Stríðið er hafið” sagði Krekar við fréttamenn TV2 og Nettavisen.

Krekar sagði myndirnar stríðsyfirlýsingu gagnvart íslamstrú og íslamskri menningu. Kristilegt tímarit hefur nú birt teikningarnar í Noregi. Krekar sagði jafnframt að múslimar í Noregi væru tilbúnir til átaka. Það skipti engu máli hvort norsk og dönsk stjórnvöld biðu afsökunnar. Stríðið væri hafið.

Heimildarmaður Fréttavefs Morgunblaðsins í Noregi, Guðni Ölversson, greindi frá því í tölvupósti í dag að norskur og danskur almenningur hafi sent fjölda sms- skeyta sín á milli í dag með hvatningum um að kristnir íbúar landanna sniðgangi múslimska leigubílstjóra og verslanir múslima.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert