Auðgun úrans er hafin í Íran

Mohamed ElBaradei yfirmaður Alþjóða kjarnorkueftirlitsstofnunarinnar.
Mohamed ElBaradei yfirmaður Alþjóða kjarnorkueftirlitsstofnunarinnar. HERWIG PRAMMER

Úrangasi er nú hleypt inn í hátækniskilvindusamstæðu með tíu skilvindum og eru Íranar byrjaðir að prófa aðra með tuttugu slíkum skilvindum. þetta er haft eftir Mohamed ElBaradei yfirmanni Alþjóðlegu kjarnorkueftirlitsstofnunarinnar. Hann bætti því við að þar sem ekkert alþjóðlegt eftirlit væri með starfseminni væri ekki hægt að segja til um hvort þetta væri gert í friðsamlegum tilgangi.

Fréttavefur BBC skýrði frá því að Japan sem kaupir einn sjötta af sinni olíu frá Íran er að reyna að koma á málamiðlun og hvetur til funda með Alþjóðlegu kjarnorkueftirlitsstofnuninni þar sem Japan hefur forsætið í þeirri nefnd.

Ali Hoseyni-Tash, hátt settur íranskur embættismaður innan kjarnorkustofnunar Írans er væntanlegur til Moskvu í dag til viðræðna um samstarf landanna á sviði auðgunar úrans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert