Líkið af Milosevic afhent

Scheveningen fangelsið í Haag þar sem meintir stríðsglæpamenn dvelja.
Scheveningen fangelsið í Haag þar sem meintir stríðsglæpamenn dvelja. Reuters

Hollensk yfirvöld hafa ekki gefið upp hverjum þau afhentu líkið af Slobodan Milosevic, en krufningu er lokið og líkið er ekki lengur í umsjá yfirvalda. Stríðsglæpadómstóllinn í Haag hafði áður greint frá því, að reiknað væri með að hinn látni fyrrum júgóslavneski leiðtogi yrði afhentur skyldmennum seinni partinn á mánudag.

Fréttavefur Berlingske Tidende skýrði frá þessu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert