Heimsækja gröf Milosevics

Stuðningsmenn Milosevics minnast hans við Byltingarsafnið í Belgrad.
Stuðningsmenn Milosevics minnast hans við Byltingarsafnið í Belgrad. AP

Sorgmæddir stuðningsmenn Slobodans Milosevics, fyrrverandi forseta Júgóslavíu, heimsóttu gröf hans í serbneska bænum Pozarevac, 50 km austur af Belgrad, í gær en Milosevic var jarðsettur á laugardag.

Milosevic var jarðaður undir linditré í heimabæ sínum en enginn nánustu ættingja hans var viðstaddur útförina.

Ekkja hans, Mirjana Markovic, og sonur, Marko, eru búsett í Moskvu og hættu ekki á að fara til Serbíu, en þar er Markovic eftirlýst fyrir glæpi í stjórnartíð Milosevic. Dóttir Milosevic, Marija, er hins vegar búsett í Svartfjallalandi og hún er allt annað en sátt við greftrunarstað föður síns.

"Hvergi annars staðar í heiminum eru menn jarðaðir í garðinum heima hjá sér," sagði hún. Hyggst hún sjá til þess að kista Milosevics verði grafin upp og hann jarðaður að nýju í Svartfjallalandi, en þar fæddust foreldrar hans.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert