Sigurganga liðsmanna harðlínuklerka í Sómalíu heldur áfram

Sómölsk kona biðst fyrir í Hargeisa í Sómalilandi í Sómalíu …
Sómölsk kona biðst fyrir í Hargeisa í Sómalilandi í Sómalíu í dag. AP

Sigurganga liðsmanna harðlínuklerka í Sómalíu hélt áfram í dag er stríðsherrann Mohamed Rooble Gobale og þrjúhundruð liðsmenn hans í bænum Kismayo gengu til liðs við þá og afhentu þeim 14 skriðdreka sína og mikið magn vopna. Liðsmenn harðlínuklerkanna náðu Kismayo á sitt vald fyrir þremur dögum en talsmaður þeirra segir uppgjöf Gobale og manna hans og þau vopn sem þeir hafi látið af hendi styrkja mjög stöðu þeirra í borginni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka