Vladimír Pútín fordæmdi tilraunir N-Kóreu með kjarnavopn

Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir tilraunir N-Kóreu hafa skaðað það ferli …
Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir tilraunir N-Kóreu hafa skaðað það ferli sem snýr að takmörkun á útbreiðslu kjarnorkuvopna í heiminum. Reuters

Valdimír Pútín Rússlandsforseti fordæmdi í dag tilraunir Norður-Kóreumanna á kjarnorkusprengju að því er fram kemur í rússneskum fjölmiðlum. Þá sagði Sergei Ivanov, utanríkisráðherra Rússlands, að afl sprengjunnar hafi mælst vera á milli fimm til 15 kílótonn.

„Rússar fordæma að sjálfsögðu tilraunir Norður-Kóreu,“ hefur rússneska fréttastofan Interfax eftir Pútín. „Gríðarleg skemmdarverk hafa verið unnin á því ferli er snýr að takmörkun á útbreiðslu kjarnorkuvopna í heiminum,“ sagði hann ennfremur.

Rússneska utanríkisráðuneytið krefst þess að yfirvöld í Pyongyang setjist aftur að samningaborðinu og taki aftur upp viðræður um takmörkun á útbreiðslu kjarnorkuvopna og hefji að auki sex-ríkja viðræður varðandi kjarnorkuáætlun landsins á ný.

Norður-Kórea hefur „hundsað einróma vilja alþjóðasamfélagsins“ með því að gera tilraunirnar sagði Mikhail Kamynin, talsmaður utanríkisráðuneytisins. Þá kallar Rússar eftir því að allar þjóðir sem eiga hagsmuna að gæta á svæðinu haldi ró sinni á þessum víðsjárverðu tímum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka