Yfir 33 þúsund manns handteknir á tveimur vikum í Bangladesh

Reuters

Að minnsta kosti 33 þúsund manns hafa verið handteknir af hernum, lögreglu og öryggissveitum í Bangladesh frá því að neyðarástandi var lýst yfir í landinu fyrr í mánuðinum. Samkvæmt upplýsingum frá stjórnvöldum er bæði um glæpamenn og fólk sem tilheyrir öfgahópum að ræða. Segjast stjórnvöld með þessu vera að tryggja að kosningar geti farið fram á eðlilegan hátt í landinu.

Þann 11. janúar var lýst yfir neyðarástandi í landinu og forseti landsins, Iajuddin Ahmed, sagði af sér. Jafnframt var kosningum sem fram áttu að fara síðar í janúar frestað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka