Hlutfall örvhentra á ísöld ámóta og nú

Hlutfall örvhentra nú til dags er um það bil hið sama og var á ísöld, samkvæmt niðurstöðum rannsókna á forsögulegum lófaförum sem fundust máluð á forsögulega hellisveggi í Frakklandi og Spáni.

Lófaförin eru talin vera frá 10.000-30.000 ára gömul eða frá því á síðari hluta fornsteinaldar. Vísindamenn sem hafa rannsakað lófaförin og birta grein um rannsóknirnar í tímaritinu Biology Letters, segja að það hafi ef til vill verið til meira gagns að vera örvhentur í fornöld en nú; hafi til dæmis veitt ákveðið forskot í hernaði.

Rannsóknirnar náðu til 507 lófafara í 26 hellum í Frakklandi og Spáni og voru 23% þeirra talin verk örvhentra. Hlutfall örvhentra í dag er talið vera um 12% á heimsvísu en meðal einstakra þjóða getur hlutfallið verið á bilinu 3-30%.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert