Saddam gekkst undir aðgerð vegna kviðslits

Saddam leiddur fyrir rétt í júlí í sumar.
Saddam leiddur fyrir rétt í júlí í sumar. AP

Saddam Hussein, fyrrum forseti Íraks, gekkst undir aðgerð á sjúkrahúsi í Bagdad fyrir hálfum mánuði vegna kviðslits. Segja bandarískir og íraskir embættismenn að aðgerðin hafi tekist vel og Saddam sé við bestu heilsu.

Aðgerðin fór fram á Ibn Sina sjúkrahúsinu sem er á græna svæðinu svonefnda í miðborginni þar sem höfuðstöðvar Bandaríkjahers, sendiráð og stjórnarbyggingar eru. Embættismenn í stjórn Saddams og háttsettir félagar í Baath-flokknum voru oft meðhöndlaðir á þessu sjúkrahúsi ef þeir þurftu á læknisþjónustu að halda.

Fulltrúar frá Rauða krossinum hafa fengið að heimsækja Saddam en hann hefur verið í haldi Bandaríkjamanna á leynilegum stað í Írak, sennilega í herstöð, frá því í desember í fyrra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert