Svisslendingar samþykkja stofnfrumurannsóknir

Svissneskir kjósendur samþykktu með yfirgnæfandi meirihluta í þjóðaratkvæðagreiðslu í dag að heimila rannsóknir á stofnfrumum mannsfóstra. Þjóðaratkvæðagreiðslur eru tíðar í Sviss en þetta er í fyrsta skipti í heiminum sem þjóðaratkvæði eru greidd um þetta umdeilda mál.

2/3 þeirra sem greiddu atkvæði studdu löggjöf, sem sett hefur verið um stofnfrumurannsóknir. Vinstrihópar og trúarsamtök eru andvíg löggjöfinni.

Svisslendingar eru í fremstu röð í heiminum í læknis- og lyfjafræðirannsóknum en til þessa hafa rannsóknir á stofnfrumum úr mannsfóstrum ekki verið leyfðar. Margir vísindamenn telja, að hægt sé að finna lækningu við sjúkdómum á borð við Parkinsonveiki og sykursýki með stofnfrumurannsóknum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert