Harry Bretaprins íhugar að heimsækja Auschwitz

Mikið var fjallað um mál Harrys í breskum fjölmiðlum í …
Mikið var fjallað um mál Harrys í breskum fjölmiðlum í dag. AP

Harry Bretaprins veltir nú fyrir sér hvort hann eigi að þiggja boð hópa gyðinga um að heimsækja útrýmingarbúðir nasista í Auschwitz. Á sama tíma íhugar breska þjóðin hvort hakakrossinn sem hann bar á grímuballi hafi skaðað breska konungsveldið.

Boðin um að fara í kynnisferð til Auschwitz „verða skoðuð vandlega en engin áform eru þó um ferð þangað eins og er,“ sagði talskona konungsfjölskyldunnar í dag. Mál Harrys hefur verið í hámæli í Bretlandi síðustu tvo daga, eftir að myndir birtust af honum skemmta sér á grímuballi í hermannabúningi nasista.

Þeir sem mæla Harry bót segja að hann sé einungis tvítugur piltur, sem hafi engar sérstakar námsgáfur og ólíklegt sé að hann verði nokkurn tímann konungur. Hann eigi rétt á að fá að lifa einkalífi sínu í friði.

Aðrir segja að breska konungsveldið snúist nú eingöngu um ákveðna táknmynd og Harry verði að laga sig að ímyndinni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gamall vinur gefur þér góð ráð í dag. Dragðu djúpt andann og veltu því fyrir þér, hvaða breytingar þú vilt gera.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gamall vinur gefur þér góð ráð í dag. Dragðu djúpt andann og veltu því fyrir þér, hvaða breytingar þú vilt gera.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir