Var tilkynnt að hún væri dáin

Lífeyrissjóður í Þýskalandi hefur skipað þarlendri konu á níræðisaldri að leggja fram staðfestingu á að hún sé enn á lífi.

Martha Kruse, sem er 82 ára, hringdi í Bundesknappschaft lífeyrissjóðinn eftir að greiðslur til hennar hættu að berast. Starfsmaður sjóðsins svaraði: „Ekki láta þér bregða, en þú andaðist 28. janúar."

Sjóðurinn óskaði einnig eftir því að Kruse endurgreiddi lífeyrisgreiðslur sem hún hefði fengið eftir að hún „dó".

Starfsmaður sjóðsins vildi ekki fallast á að rödd Kruse í símanum væri næg sönnun þess að hún væri á lífi og bað hana þess í stað að leggja fram „lífsvottorð".

Kruse neyddist til að fara til bæjaryfirvalda í Barsinghausen, nálægt Hannover, og féllust þau á að útbúa vottorð. Fyrir það þurfti Kruse þó að borga jafnvirði 400 króna. Í vottorðinu segir, að Kruse sé á lífi og við góða heilsu og fullfær um að leggja fram réttmæt persónuskilríki.

Thomas Lieth, forstjóri Bundesknappschaft, sagði að Kruse hefði verið ruglað saman við annan sjóðfélaga, sem lést, en varði jafnframt þá ákvörðun að krefja Kruse um sannanir fyrir því að hún væri á lífi. Hann sagði samt að sjóðurinn hefði beðist afsökunar.

Kruse er ekki sátt við það. „Þegar einhver gerir mistök á borð við þessi þá ætti hann að minnsta kosti að senda manni blómvönd."

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú stendur allt og fellur með því að þú sért þolinmóður og berir þig með reisn. Reyndu að vinna í góðum skorpum og hvíla þig inn á milli - þannig kemurðu meiru í verk.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú stendur allt og fellur með því að þú sért þolinmóður og berir þig með reisn. Reyndu að vinna í góðum skorpum og hvíla þig inn á milli - þannig kemurðu meiru í verk.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir