Verjandi Saddams neitar því að hann hafi játað nokkuð

Saddam Hussein.
Saddam Hussein. AP

Aðalverjandi Saddams Husseins segir ekkert hæft í þeim fullyrðingum Jalals Talabanis Íraksforseta að Saddam hafi játað að hafa fyrirskipað glæpi þegar hann var við stjórn, þ.á m. fjöldamorð á Kúrdum. Rannsókn á ásökunum á hendur Saddam hafi ekki leitt neitt í ljós er bendli forsetann fyrrverandi við slíka glæpi, sagði verjandinn, Khalil Dulaimi.

Fréttavefur breska ríkisútvarpsins, BBC, greindi frá þessu.

Réttarhöld í máli Saddams hefjast 19. október, samkvæmt ákvörðun íraskra stjórnvalda, en verjendur hans eru að reyna að fá réttarhöldunum frestað á þeim forsendum að þeir hafi ekki fengið nægan tíma til undirbúnings.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka