Gíslatökumennirnir framlengdu aftökufrest sinn um tvo sólarhringa

Pat og Claudette Loney, foreldrar kanadíska friðarsinnans James Loney, á …
Pat og Claudette Loney, foreldrar kanadíska friðarsinnans James Loney, á blaðamannafundi í dag í Ontario í Kanada. AP

Gíslatökumennirnir í Írak sem kenna sig við Sverð réttlætisins, framlengdu í kvöld aftökufrest sinn um tvo sólarhringa. Þeir fara fram á að föngum verði sleppt úr bandarískum og íröskum fangelsum en hafi það ekki verið gert á laugardag segjast þeir ætla að taka gísla sína af lífi.

Sjónvarpsstöðin Al-Jazeera greindi frá frestinum en nokkrum klukkustundum fyrr bað jórdanski klerkurinn Abu Qatada, sem handtekinn var af bresku lögreglunni árið 2002 grunaður um aðild að hryðjuverkastarfsemi, gíslatökumennina um að þyrma lífi eins gíslanna, Norman Kember.

Kember var rænt 26. nóvember síðastliðinn ásamt tveimur Kanadamönnum og einum Bandaríkjamanni. Fréttavefur BBC greindi frá þessu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert