Áframhaldandi þjóðnýting á iðnaði í Bólivíu

Brasilía fær mikið af sínu gasi frá Bólivíu og hafa …
Brasilía fær mikið af sínu gasi frá Bólivíu og hafa menn þar í landi áhyggjur af þróun mála. Reuters

Vinstristjórnin í Bólivíu tilkynnti í dag að hún myndi næst snúa sér að því að þjóðnýta námugröft, skógarhögg og annan framleiðsluiðnað landsins eftir að forsetinn Evo Morales þjóðnýtti olíu- og gaslindirnar. Nokkrar erlendar ríkisstjórnir vöruð í dag Bólivíu við því að alþjóðasamskipti gætu beðið skaða af þjóðnýtingunni.

Herinn í Bólivíu vaktaði 56 gasstöðvar vítt og breitt um landið í dag og Morales sagði í gær að þetta væri einungis upphafið, því næst væru það námurnar, skógarhöggið og hugsanlega fleira. Ráðherrar Morales hafa áður talað um stórtækar breytingar á lögum um námugröft.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert