Hamas-samtökin gerðu gagnárás á Ísrael

Stuðningsmenn Hamas-samtakanna mótmæltu skotárás Ísraela í gær.
Stuðningsmenn Hamas-samtakanna mótmæltu skotárás Ísraela í gær. Reuters

Vopnaði armur Hamas-samtakanna, Ezzedine Al-Qassam-herdeildirnar, segjast hafa skotið eldflaug frá Gaza og rufu þar með hið óformlega vopnahlé sem staðið hefur í hálft annað ár. Árásin kom í kjölfar þess að sjö Palestínumenn, þ.á m. þrjú börn, létust í skotárás Ísraela á Palestínumenn sem voru í strandútilegu á Gaza í gær. Ísrael hefur notað stórskotalið gegn palestínskum sveitum sem hafa skotið eldflaugum frá Gaza hefur tilkynnt að á skothríð írsraelska hersins á ströndina í gær verði rannsökuð.

Fréttavefur BBC segir að það hafi ekki fregnast af neinum skemmdum eða mannskaða eftir eldflaugaárás Ezzedine Al-Qassam-herdeildirnar. „Þetta er einungis upphafið og við munum halda áfram að skjóta eldflaugum,” sagði talsmaður herdeildarinnar við Reuters fréttastofuna.

„Næst verða eldflaugarnar langdrægari og munu lenda lengra inn á svæði Síónista,” sagði talsmaðurinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka