Allt með felldu í vetrarfuglatalningu

Ekki er útlit fyrir óvæntar niðurstöður úr vetrarfuglatalningu Náttúrufræðistofnunar Íslands að þessu sinni, en fyrstu niðurstöður talningarinnar fara að birtast á vef stofnunarinnar í dag.

Markmið vetrarfuglatalninga er að safna upplýsingum um fjölda og dreifingu fugla hér á landi að vetrarlagi og jafnframt um mikilvæg svæði fyrir fugla á þeim tíma, segir á vef Náttúrufræðistofnunar.

Einnig megi nýta niðurstöður talninganna til að fylgjast með stofnbreytingum margra tegunda. Gera megi ráð fyrir að um eða yfir 80 tegundir muni sjást að þessu sinni, miðað við reynslu síðustu ára.

Náttúrufræðistofnun Íslands

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert