Reynir að þyngjast til að komast í magaminnkun

mbl.is

Ungur Norðmaður, sem sækist eftir því að fara í magaminnkun, hefur nú hafið átak til að þyngjast, þar sem líkamsfitustuðull hans er aðeins undir þeim mörkum sem miðað er við þegar veitt eru samþykki fyrir slíkum aðgerðum. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

Maðurinn heitir Simon og er 29 ára gamall. Hann er 125 kíló en líkamsfitustuðull hans er aðeins undir þeim 40% sem miðað er við. Því hefur Simon gripið til þess ráðs að borða hitaeiningaríkt skyndifæði til að reyna að komast yfir viðmiðunarmörkin þannig að hann geti farið í aðgerðina og í kjölfar þess lést.

Dr. Grete Støa Birketvedt, yfirmaður offitudeildar norska Aker háskólasjúkrahússins segir í viðtali við fréttavefinn Dagbladet.no að hún telji hugmynd Simonar afleita. „Sjúklingar sem bíða aðgerðarinnar fá þvert á móti fyrirmæli um að reyna að léttasig um a.m.k. 5% fyrir aðgerðina og margir þeirra fara því undir minnka líkamsfitustuðulinn 40. Sjúklingar sem eru sjúklega feitir eiga ekki sjálfkrafa heimtingu á því að gangast undir aðgerðina. Það þarf alltaf að vega að og meta hvað er best fyrir einstaklinginn,” segir hún.

Á milli 50.000 og 100.000 Norðmenn eru nú skilgreindir sem sjúklega feitir og fjölgar þeim jafnt og þétt.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gamall vinur gefur þér góð ráð í dag. Dragðu djúpt andann og veltu því fyrir þér, hvaða breytingar þú vilt gera.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gamall vinur gefur þér góð ráð í dag. Dragðu djúpt andann og veltu því fyrir þér, hvaða breytingar þú vilt gera.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir