Sjóliðarnir komnir heim með vasa og sælgæti frá Ahmadinejad

Sjóliðarnir í Teheran, skömmu áður en þeir héldu heim.
Sjóliðarnir í Teheran, skömmu áður en þeir héldu heim. Reuters

Bresku sjóliðarnir 15, sem voru handteknir í Íran fyrir tæpum tveimur vikum, eru nú komnir til Bretlands, en flugvél British Airways lenti með Bretana fyrir örfáum mínútum á Heathrow-flugvelli í Lundúnum. Sjóliðarnir voru leystir út með gjöfum frá forseta Írans, Mahmoud Ahmadinejad, áður en þeir fóru um borð. Forsetinn gaf þeim meðal annars blómavasa og sælgæti, en hann veitti þeim lausn í gær og sagði það gjöf Írana til Breta.

Sjóliðarnir verða fluttir frá Heathrow með þyrlum, að flotastöð hersins við Barnstable. Þeir munu þar hitta fjölskyldur sínar, fara í læknisskoðun og gefa skýrslu um atburði liðinna vikna. Sjóliðarnir fengu kampavín á leiðinni til Bretlands og voru kátir, að sögn fréttamanns Sky.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert