Álit mannréttindanefndar ekki þjóðréttarlega bindandi

Björg Thor­ar­en­sen, pró­fess­or við laga­deild Há­skóla Íslands, seg­ir að álit mann­rétt­inda­nefnd­ar Sam­einuðu þjóðanna um ís­lenska kvóta­kerfið sé ekki þjóðrétt­ar­lega bind­andi eins og um dóm sé að ræða. Það hafi hins veg­ar mikið vægi því mann­rétt­inda­nefnd­in sé mik­il­væg stofn­un inn­an SÞ og Ísland hafi samþykkt þessa kæru­leið um að nefnd­in fjalli um kær­ur á hend­ur rík­inu.

„Íslend­ing­ar eru aðilar að samn­ingn­um um borg­ara­leg og stjórn­mála­leg rétt­indi og hafa skuld­bundið sig til að virða ákvæði hans. Sá samn­ing­ur hef­ur haft um­tals­verð áhrif á Íslandi. Hann hef­ur verið notaður í dóms­mál­um og til hans verið vísað, til að mynda þegar ís­lensk­ir dóm­stól­ar túlka ákvæði stjórn­ar­skrár­inn­ar, enda tek­ur 65. grein stjórn­ar­skrár­inn­ar mið af 26. grein samn­ings­ins sem var til skoðunar í þessu máli, en hún kveður á um svo nefnda al­menna jafn­ræðis­reglu," seg­ir Björg.

Spurð hvaða áhrif það geti haft ef Ísland virðir álit nefnd­ar­inn­ar að vett­ugi seg­ir Björg: ,,Það hef­ur eng­ar laga­leg­ar af­leiðing­ar í för með sér. Það eru eng­in úrræði hjá Sam­einuðu þjóðunum til þess að fylgja niður stöðum Mann­rétt­inda­nefnd­ar­inn­ar eft­ir eins og um dóm frá t.d. Alþjóðadóm­stóln­um væri að ræða. Hins veg­ar er full­kom­lega eðli­legt að líta svo á að það þurfi að skoða þessa niður­stöðu mjög al­var­lega og reyna eins og unnt er að fylgja henni. Vand­inn við niður­stöðuna er hins veg­ar sá að hún er af­skap­lega óskýr og rök­stuðning­ur­inn er mjög knapp­ur," seg­ir hún.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert