Annríki hjá björgunarsveitum

Margir hafa lent í vandræðum í ófærðinni
Margir hafa lent í vandræðum í ófærðinni Árvakur/Kristinn

Nokkuð annríki hefur verið hjá björgunarsveitum Slysavarnafélagsins Landsbjargar í nótt og í morgun vegna ófærðar. Sveitir frá Borgarnesi og Akranesi hafa aðstoðað ökumenn undir Hafnarfjalli og í Melahverfi.

Fyrir austan fjall hafa sveitir einnig verið kallaðar út vegna ófærðar á Selfossi, Þrengslunum og Hellisheiði. Sveitir á höfuðborgarsvæðinu hafa einnig sinnt hjálparbeiðnum, mest í Mosfellsbæ og á Vesturlandsvegi.

Mest hefur þó verið að gera hjá sveitum á Suðurnesjum, m.a. losnaði skip frá bryggju í Sandgerðishöfn og mikill fjöldi bifreiða er fastur á Reykjanesbrautinni, frá Grindavíkurafleggjara, sem er einnig lokaður, að Keflavík.

Skip losnaði í Sandgerðishöfn í óveðrinu.
Skip losnaði í Sandgerðishöfn í óveðrinu. mynd/Víkurfréttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka