Vilhjálmur Þ.: Ekkert annað en vinarboð

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Friðrik Tryggvason

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fyrrverandi borgarstjóri, segir að boð Hauks Leóssonar, fyrrverandi formanns Orkuveitu Reykjavíkur, í Miðfjarðará í ágúst  í fyrra, hafi ekki verið neitt annað en vinarboð enda hafi þeir verið nánir vinir í meira en þrjátíu ár. Segir Vilhjálmur að boðið hafi ekki verið í nafni OR og því hafi hann ekki séð neitt athugavert við að þiggja boð vinar síns. 

Vilhjálmur segir að það sé af og frá að Haukur hafi verið að hygla honum en sé hann ekki vanur því að láta hygla sér með eitt eða neitt. 

Segir Vilhjálmur að málefni REI hafi ekki komið til tals í veiðiferðinni og hvað þá sameining við Geysi Green enda hafi sú hugmynd ekki komið til tals fyrr en rúmum mánuði síðar.

Vilhjálmur segir að annar félagi hans, Stefán Hilmarsson, fjármálastjóri Baugs, hafi verið með í ferðinni en Stefán hafi hann þekkt frá því Stefán var tíu ára gamall.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert