Endimörk á vexti fríblaða?

Birgir Guðmundsson
Birgir Guðmundsson mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Vöxtur fríblaða var víða mikill í kringum síðustu aldamót en nú er útlit fyrir að komið sé að ákveðnum endimörkum vaxtarins, að minnsta kosti í bili. Þetta segir Birgir Guðmundsson, lektor í fjölmiðlafræði við félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri. Hann hélt í gær fyrirlestur á Félagsvísindatorgi HA um áhrif fríblaða, bæði á Íslandi og erlendis

Í dag lesa um 80 milljónir manna í heiminum fríblöð að staðaldri. Birgir segir að hinn mikli vöxtur á fríblaðamarkaðnum undanfarin ár lýsi sér þó ekki þannig að fáir sitji að kökunni, heldur hafi blaðatitlunum fjölgað mjög mikið. „Því er mikil samkeppni í fríblaðageiranum í heiminum almennt.“

Birgir kom í fyrirlestri sínum inn á stöðuna á danska blaðamarkaðnum, en sem kunnugt er hætti fríblaðið Nyhedsavisen, sem stofnað var af Íslendingum, að koma út á dögunum. Nú eru þrjú fríblöð, sem teljast fullburða dagblöð, eftir á danska markaðnum. Birgir segir að þar hafi staðan verið þannig að mikið tap hafi verið á rekstri allra blaðanna og hafi auglýsingaverð lækkað mikið. Þar virðist útgefendur hafa verið í keppni um það hver héldi lengst út. Í Danmörku sé talað um að nú séu aðeins danskir útgefendur eftir og menn velti fyrir sér hvort þeir nái samkomulagi og auglýsingaverð í dönsku fríblöðunum hækki að nýju.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert