Allt á suðupunkti við Alþingi

Eggjum og skyri hefur verið kastað í lögreglumenn, sems standa …
Eggjum og skyri hefur verið kastað í lögreglumenn, sems standa við Alþingishúsið. mbl.is/Júlíus

Mik­il spenna rík­ir í sam­skipt­um mót­mæl­enda og lög­reglu við alþing­is­húsið. Lög­regla beitti fyr­ir stundu piparúða á hóp mót­mæl­enda sem er sam­an­kom­in í Alþing­is­garðinum. Ein­hverj­ir hafa verið hand­tekn­ir til viðbót­ar við þann tug manna sem, hand­tek­inn var fyrr í dag. Mót­mæl­end­ur hafa kastað skyri í lög­reglu­menn en hátt á annað hundrað lög­reglu­menn eru við störf við þing­húsið.

Lög­regla hef­ur ít­rekað sagt mót­mæl­end­um að yf­ir­gefa Alþing­is­garðinn og bent á að mót­mæl­in séu ólög­leg. Eitt­hvað hef­ur fækkað í garðinum en mót­mæl­end­ur láta enn dug­lega í sér heyra og mik­il spenna er í lofti. Fólk hef­ur kastað eggj­um, mjólk og skyri í lög­reglu­menn, sem standa við húsið.

Nokk­ur fjöldi mót­mæl­enda hef­ur komið sér fyr­ir í inn­keyrslu að bíla­kjall­ara Alþing­is en mót­mæl­end­ur hafa verið flutt­ir í lög­reglu­bíla í kjall­ar­an­um en illa gekk að kom­ast úr kjall­ar­an­um.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um bráðamót­töku Land­spít­al­ans hef­ur einn leitað aðhlynn­ing­ar á bráðamót­töku vegna óþæg­inda af völd­um piparúða. Sjúkra­bíl­ar eru við þing­húsið og veita mót­mæl­end­um aðhlynn­ingu.

Þing­fund­ur hófst á ný á fjórða tím­an­um en hlé var gert á þing­störf­um laust fyr­ir klukk­an þrjú. Á annað hundrað lög­reglu­menn eru við þing­húsið, stór hluti þeirra klædd­ur í óeirðabún­inga, með hjálma, skildi og kylf­ur. Lög­regla stend­ur enn varðstöðu hring­inn í kring­um Alþing­is­húsið.

mbl.is/​Júlí­us
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert